
Bjórhátíð á Hólum 2025
Laugardaginn 31. maí
Í leikfimisal Hólaskóla
Laugardaginn 31. maí
Í leikfimisal Hólaskóla
15:00 Húsið opnar, brugghús kynna vörur sínar og mathús bjóða gómsætan mat til sölu.
16:00 Kútarall í biskupagarðinum
17:00 Happdrætti, meðal vinninga er gisting hjá ferðaþjónustunni á Hólum, bruggdagur á bjórsetrinu ofl. Allt glæsilegir vinningar
18:30 Niðurstöður kosninga kynntar, besti básinn og besti bjórinn
19:00 Dagskrárlok
Einn eftirmiðdag í júní raða bruggmeistarar sér upp í gamla leikfimisal hólaskóla og bjóða gestum að bragða afurðir sínar. Fyrir utan hafa heimamenn reist sölubása og selja mat sem enginn verður svikinn af. Búið er að tjalda yfir borð og bekki þar sem gestir njóta matar síns. Í biskupsgarðinum fer Kútarallið fram.
Listi yfir brugghús sem taka þátt verður birtur hér á síðunni þegar nær dregur ásamt matseðlum sölubásanna sem verða á staðnum. Fylgist með!
Hér eru nokkrar minningar frá fyrri hátíðum:
Tjaldstæðið á Hólum
Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita gott skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið og örstutt ganga á hátíðarsvæðið
Tjaldsvæðið á Hofsósi
Tjaldstæðið á Hofsósi er skjólgott tjaldsvæði með rafmagni og aðstöðuhúsi með köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Stutt er í hina nýju, margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi. Frá Hofsósi er u.þ.b. 20 mínútna akstur á Hóla
Tjaldsvæðið á Sauðárkróki
Stutt er í helstu þjónustu s.s. sundlaug, verslanir, sýningar, veitingastaði, golfvöll o.þ.h. Við hlið tjaldsvæðisins er ærslabelgur sem tjaldgestum er frjálst að nota. Frá Sauðárkróki er u.þ.b. 30 mínútna akstur á Hóla í Hjaltadal