Bjórsetur Íslands Beint að efninu

Bjórsetur Íslands

Hólum í Hjaltadal

https://www.facebook.com/bjorsetur.islands->titlehttps://untappd.com/w/bjorsetur-islands/36619->titlehttps://www.ratebeer.com/p/the-icelandic-beercenter-bjorsetur-islands/17806/->titlehttps://www.youtube.com/@BjorseturIslands->title


Bjórsetur Íslands er félagsskapur bjóráhugamanna með aðsetur á Hólum í Hjaltadal. Bjórsetrið rekur bar í gömlu fjósi á Hólum í Hjaltadal, þar sem áður var íbúð vinnumanns. Á Barnum er lögð áhersla á gott úrval af aðkeyptum bjór samanvið eigin framleiðslu. Á Bjórsetrinu geta hópar fengið létta fræðslu um bjór, bjórgerð og bjórmenningu en rétt er að hafa í huga að öll vinna á vegum bjórsetursins er unnin í sjálfboðavinnu og ekki er alltaf víst að einhver sé laus til að sinna slíkum verkefnum. Hafið samband til að kanna möguleikana.

Bjórsetur Íslands rekur hituhús í gamla mjólkurhúsinu. Þar er ágæt aðstaða fyrir minnsta brugghús landsins. Í hituhúsinu eru gerðar ýmsar tilraunir til að brugga skrítna bjóra í bland við hefðbundna bjóra en allir eru þeir skemmtilegir bjórarnir frá Bjórsetrinu.

Bjórar frá Bjórsetrinu eru seldir á barnum á hæðinni fyrir ofan en einnig á völdum veitingastöðum.

Öllu áhugafólki um bjór og bjórmenningu er velkomið að gerast félagar í Bjórsetri Íslands á Hólum í Hjaltadal. Bjórsetrið rekur bæði brugghús og bar auk þess sem setrið stendur fyrir árlegri Bjórhátið á Hólum. Meðlimir í klúbbnum fá sérkjör á barnum og sérstakan stuttermabol til marks um stöðu sína.

Árgjald í Bjórklúbbnum er 7000kr. fyrir fyrsta árið og 3500kr. á ári eftir það. Rukkun birtist í heimabanka einu sinni á ári. Ef árgjald er ekki greitt fellur aðildin að klúbbnum niður. Allt starf á vegum Bjórseturs Íslands er unnið í sjálfboðavinnu og rennur árgjaldið óskipt til reksturs setursins.

Til að ganga í klúbbinn skaltu smella á hnappinn og fylla út formið.

Eldri félagar athugið: Við erum að uppfæra félagaskrána og biðjum alla að skrá sig hér til að endurnýja skráninguna.

Skrá mig!

20232024