15:00 Húsið opnar, brugghús kynna vörur sínar og mathús bjóða gómsætan mat til sölu.
16:00 Kútarall í biskupagarðinum
17:00 Happdrætti, meðal vinninga er gisting hjá ferðaþjónustunni á Hólum, bruggdagur á bjórsetrinu ofl. Allt glæsilegir vinningar
18:30 Niðurstöður kosninga kynntar, besti básinn og besti bjórinn
19:00 Dagskrárlok
Aðgangur að hátíðarsvæðinu
Innifalið i miðaverði er glas merkt hátíðinni og aðgangur að hátíðarsvæðinu og básum brugghúsanna þar sem hægt er að fá áfyllingu á glasið á meðan á hátíðinni stendur. Miðar á hátíðina eru seldir við innganginn og á Tix.is. Miðaverð er 7800kr.
Besti bjórinn
Gestir eru hvattir til að ganga um svæðið, spjalla við bruggara og smakka afurðir þeirra. Síðan getur hver gestur notað sérstakan QR kóða sem prentaður er á aðgöngumiðann til að kjósa uppáhaldsbjórinn sinn. Í lok hátíðarinnar eru úrslitin kynnt og fær brugghúsið sem bauð besta bjórinn afhent verðlaunaskjal og bikar. Gefin eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Happdrætti
Margir glæsilegir vinningar eru í boði í happadrætti bjórhátíðarinna. Vafalaust er að eftirsóttasti vinningurinn er bruggdagur á hólum þar sem vinningshafanum er boðið að aðstoða í brugghúsi Bjórseturs Íslands í einn dag.
Kútarall
Miði veitir einnig þátttökurétt í kútahlaupi hátíðarinnar. Alvöru íþróttakeppni þar sem kraftur og snerpa, lipurð og tækni skipta mestu máli í æsilegri keppni. Í kútarallinu rúlla keppendur bjórkút eftir merktri braut á sem stystum tíma og nota til þess aðeins fæturna. Hver keppandi má keppa eins oft og hann treystir sér til. Veitt eru verðlaun í karla- og kvennaflokki
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og örstutt ganga á bjórhátíðina. Athugið að það borgar sig að panta með góðum fyrirvara
Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita gott skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið og örstutt ganga að Bjórhátíðinni á Hólum.
Frábær staður fyrir þá sem vilja slaka á og hafa það huggulegt.
Tjaldsvæðið er staðsett við hliðina á grunnskólanum á Hofsósi. Frá tjaldstæðinu er rúmlega 20 mínútna akstur á Bjórhátíðina á Hólum
Allt til alls
Fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.
Tjaldsvæðið á Sauðárkróki er staðsett á Flæðunum við Sundlaug Sauðárkróks. Frá tjaldstæðinu er tæplega hálftíma akstur á Bjórhátíðina á Hólum
Besti bjórinn var kosinn af gestum hátíðarinnar:
1. sæti. BÖlverk Ölverk/Böl samstarf:
2. sæti Mt. Súlur frá 6a
3. sæti The Bridge Beer frá Litla Brugghúsinu
Besti básinn var kosinn af sjálfboðaliðum hátíðarinnar.