Bjórhátíð á Hólum 2023 2023 Beint að efninu
2023

Bjórhátíð á Hólum 2023

Laugardaginn 1. júlí

Í íþróttasalnum á Hólum

Mt. SúlurRafgullið öl 6%

Önnur verðlaun
Jarðbundinn, Karamella, blóðberg, Acasía

R5 SpecialIndverskt fölöl 5%

Sumar, Sítrus, granaldin, kanill 

Bí BAmerískt öl 4.8%

Bróðir Mel nema með Hercules fuglafóður í staðinn fyrir Melgresi

Eystrasalts PorterPorter 6.6%

Porter undir áhrifum frá Eystrasaltslöndum

KveiksnerLager 5.4%

Þýskur pilsner bruggaður með norsku kveik geri

Mel BFölöl 6%

Systir Bí nema bruggað með Melgresi í stað fuglakorns.

Óli RauðiRauðöl 5.4%

Næstum því SMASH Rauðöl

Kaldi ljósPilsner 5%

Bruggaður að tékkneskum sið

Kaldi mjólkur stoutStout 5.5%

Mjólkur Stout, með sykurpúðum, Chili og engifer

VetrarKaldiByggvín 12%

þroskað Bygg vín

Belgvit 4.1%

Belgískur wit bjór

Dusseldorf 4.6%

IPAIndverskt fölöl 6%

KuklLager 5%

Hefðbundinn Marsbjór

SortiSvartbjór 4.8%

Þýskur svartbjór

SatanImperial Stout 9.5%

Þroskaður í bourbon tunnum

Summer ballsPilsner 5%

Þessi var bruggaður sérstaklega til að fagna þátttöku Íslands á HM 2018.

GarðskagiHveitibjór 5.6%

The Bridge beerLager 4.5%

Þægilegur, léttur og bjartur. Ögn bitur og létt humlaður

MasagoLager 5.2%

Léttur og ferskur lager með masago loðnuhrognum og shiso laufum frá Japan

Skot í myrkriStout 4.7%

Mjúkur og sætur stout

Siglo IPAAmerískt IPA 6.2%

Svarta MaríaSvartbjór 5%

Bjössi sumarlagerIndverskt fölöl 5%

BóndiSession IPA 0

Fyrir þá sem eru keyrandi

EldgosKokteill 4.4%

Brómberja sítrónu kokteill

Dagar, nætur, vikur, mánuðir, sourSúrbjór 8%

Súrbjór með mango, apríkósum, ferskkjum, guava, laktósa og vanillu

Fjöllin hafa vakað í þúsund sourSúrbjór 7%

Súrbjór með bláberjum, brómberjum, kirsuberjum, laktósa, vanillu og kryddum

þegar öli er á botninn hvolftDIPA 8%

Dipa með chinook, azacca, simcoe cryo og nelson sauvin humlum og hornindal kveik geri

BÖlverkSúrbjór 5%

Fyrstu verðlaun
Ölverk/Böl kollab. mjólkurhristings súrbjór sem inniheldur Ástríðualdin, Ananas og mango

RauðihverRauðöl 5.5%

Betri en klassik

SvuntaHveitibjór 4.5%

Með sítrónu og vanillu (Lemon tart)

Margarita

Eldbökuð ítölsk pítza með ferskum Mozzarella frá Samlaginu og nýrri Basiliku frá Laugamýri

2000 kr.

Togaður grís

Heimareikt svínakjöt með hrásalati á súrdeigsbrauði. BBQ sósa fyrir þau sem vilja.

2000 kr.

Grillaðar ær-pylsur

Með kartöflu salati, chimichurri og pikluðum rauðlauk.

2500 kr.

Ær borgari

Með osti og Hrásalati, sinnepi og majonesi

2000 kr.

Paneer

Paneer, Butter masala, Hrísgrjon, Indverskt salat, Rauðrófurréttur, Eggaldinmasala, Blomkálcurrý

2000 kr.

Pokora mix

Djúpsteikt grænmeti með ferskri sósu.

1500 kr.

laugardagur 1. júlí

  • 15:00 Húsið opnar, brugghús kynna vörur sínar og mathús bjóða gómsætan mat til sölu.
  • 16:00 Kútarall í biskupagarðinum
  • 17:00 Happdrætti, meðal vinninga er gisting hjá ferðaþjónustunni á Hólum, bruggdagur á bjórsetrinu ofl. Allt glæsilegir vinningar
  • 18:30 Niðurstöður kosninga kynntar, besti básinn og besti bjórinn
  • 19:00 Dagskrárlok

Aðgangur að hátíðarsvæðinu

Innifalið i miðaverði er glas merkt hátíðinni og aðgangur að hátíðarsvæðinu og básum brugghúsanna þar sem hægt er að fá áfyllingu á glasið á meðan á hátíðinni stendur. Miðar á hátíðina eru seldir við innganginn og á Tix.is. Miðaverð er 7800kr.

Besti bjórinn

Gestir eru hvattir til að ganga um svæðið, spjalla við bruggara og smakka afurðir þeirra. Síðan getur hver gestur notað sérstakan QR kóða sem prentaður er á aðgöngumiðann til að kjósa uppáhaldsbjórinn sinn. Í lok hátíðarinnar eru úrslitin kynnt og fær brugghúsið sem bauð besta bjórinn afhent verðlaunaskjal og bikar. Gefin eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Happdrætti

Margir glæsilegir vinningar eru í boði í happadrætti bjórhátíðarinna. Vafalaust er að eftirsóttasti vinningurinn er bruggdagur á hólum þar sem vinningshafanum er boðið að aðstoða í brugghúsi Bjórseturs Íslands í einn dag.

Kútarall

Miði veitir einnig þátttökurétt í kútahlaupi hátíðarinnar. Alvöru íþróttakeppni þar sem kraftur og snerpa, lipurð og tækni skipta mestu máli í æsilegri keppni. Í kútarallinu rúlla keppendur bjórkút eftir merktri braut á sem stystum tíma og nota til þess aðeins fæturna. Hver keppandi má keppa eins oft og hann treystir sér til. Veitt eru verðlaun í karla- og kvennaflokki

Ferðaþjónustan á Hólum

Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og örstutt ganga á bjórhátíðina. Athugið að það borgar sig að panta með góðum fyrirvara


Tjaldstæðið á Hólum

Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita gott skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið og örstutt ganga að Bjórhátíðinni á Hólum.


Tjaldstæðið á Hofsósi

Frábær staður fyrir þá sem vilja slaka á og hafa það huggulegt.
Tjaldsvæðið er staðsett við hliðina á grunnskólanum á Hofsósi. Frá tjaldstæðinu er rúmlega 20 mínútna akstur á Bjórhátíðina á Hólum


Tjaldstæðið á Sauðárkróki

Allt til alls
Fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.
Tjaldsvæðið á Sauðárkróki er staðsett á Flæðunum við Sundlaug Sauðárkróks. Frá tjaldstæðinu er tæplega hálftíma akstur á Bjórhátíðina á Hólum

Besti bjórinn var kosinn af gestum hátíðarinnar:

1. sæti. BÖlverk Ölverk/Böl samstarf:

2. sæti Mt. Súlur frá 6a

3. sæti The Bridge Beer frá Litla Brugghúsinu

Besti básinn var kosinn af sjálfboðaliðum hátíðarinnar.

Besti básinn var bás Galdurs.

Sigurvegari í kútaralli

Davíð Ásgeirsson

5 mínútna upprifjun á hátíðinni sem leið