
Bjórhátíð á Hólum 2024
Laugardaginn 1. júní
Íþróttasal Hólaskóla
Laugardaginn 1. júní
Íþróttasal Hólaskóla
Einn eftirmiðdag í júní raða brugghúsin sér upp í gamla leikfimisal hólaskóla og bjóða gestum að bragða afurðir sínar. Fyrir utan eru heimamenn með matsölu úr hráefnum úr héraði. Búið er að tjalda yfir borð og bekki þar sem gestir njóta matar síns. Í biskupsgarðinum fer Kútarallið fram.
Listi yfir brugghúsin sem taka þátt verður birtur hér á síðunni þegar nær dregur. Sama er að segja um matseðla sölubásanna. Fylgist með!
Innifalið i miðaverði er glas merkt hátíðinni og aðgangur að hátíðarsvæðinu og básum brugghúsanna þar sem hægt er að fá áfyllingu á glasið á meðan á hátíðinni stendur.
Gestir eru hvattir til að ganga um svæðið, spjalla við bruggara og smakka afurðir þeirra. Síðan getur hver gestur notað sérstakan QR kóða sem prentaður er á aðgöngumiðann til að kjósa uppáhaldsbjórinn sinn. Í lok hátíðarinnar eru úrslitin kynnt og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Margir glæsilegir vinningar eru í boði í happadrætti bjórhátíðarinna. Vafalaust er að eftirsóttasti vinningurinn er bruggdagur á hólum þar sem vinningshafanum er boðið að aðstoða í brugghúsi Bjórseturs Íslands í einn dag.
Miði veitir einnig þátttökurétt í kútahlaupi hátíðarinnar. Alvöru íþróttakeppni þar sem kraftur og snerpa, lipurð og tækni skipta mestu máli í æsilegri keppni. Í kútarallinu rúlla keppendur bjórkút eftir merktri braut á sem stystum tíma og nota til þess aðeins fæturna. Hver keppandi má keppa eins oft og hann treystir sér til. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.
Tjaldstæðið á Hólum
Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita gott skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið og örstutt ganga á hátíðarsvæðið
Tjaldsvæðið á Hofsósi
Tjaldstæðið á Hofsósi er skjólgott tjaldsvæði með rafmagni og aðstöðuhúsi með köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Stutt er í hina nýju, margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi. Frá Hofsósi er u.þ.b. 20 mínútna akstur á Hóla
Tjaldsvæðið á Sauðárkróki
Stutt er í helstu þjónustu s.s. sundlaug, verslanir, sýningar, veitingastaði, golfvöll o.þ.h. Við hlið tjaldsvæðisins er ærslabelgur sem tjaldgestum er frjálst að nota. Frá Sauðárkróki er u.þ.b. 30 mínútna akstur á Hóla í Hjaltadal