Bjórhátíð á Hólum 2024 2024 Beint að efninu
2024

Bjórhátíð á Hólum 2024

Laugardaginn 1. júní

Íþróttasal Hólaskóla

AfiAltbeer 5%

Þýskt öl með hnetukeim og malti

BúkollubjórStout 5%

Mjólkur Stout

GibbaGibbDoppelBock 7%

Tvíefldur Lager

NelsonLager 5%

Nýjaheimslager með nelson sauvin humlum og norsku geri

GullregnMímósa 6.5%

Önnur verðlaun

SnorriÍslenskt Öl 5.2%

Engifer mjólkur státurStout 5%

Stout kryddað með engifer og mjölkursykri.

Kaldi NeipaIndlands Fölöl 4.9%

Létt og sumarlegt ljóst öl með skemmtilegu humla bragði sem einkennist af suðrænum ávöxtum s.s. sítrónu, meloónu, ástaraldin og ferskjum.

Kaldi nullPilsner 0

Kaldi null prósent er áfengislaus bjór, gerjaður með sérstöku geri sem gerir okkur kleift að halda áfenginu í bjórnum í algjöru lágmarki

GúrkutíðSúrbjór 5%

HeyzíIndlands Fölöl 5.9%

EldeyChiliöl 6%

Chiliöl fyrir þá sem elska sterkt

KvikaRauðöl 5%

Milt og þægilegt

RjómabollaStout 11%

Fyrstu verðlaun

SumarsveiflaDIPA 8%

SkútinnIndlands Fölöl 4.9%

Rúgbrauðsbjór

VindbelgurIndlands Fölöl 4.9%

Mildur IPA

ESBBitter 5.5%

Bitter - Extra Special / Strong (ESB)

Númi Dark MildSvartbjór 3.9%

Mild - Dark

Mangó BeibíTilraunabjór 4.4%

PurkurIndlands Fölöl 4.6%

Með allt á humlumIndlands Fölöl 6.3%

SævaldStout 11%

Þriðju verðlaun

Fátt er svo með öli illtDIPA 5%

IPA - Triple New England / Hazy

DynkurKölsch 5%

Það er betra að vera Dynkur

Jolly DieselCola Sour 5%

í þýskalandi þekkist að blanda cola og bjór saman og nefnist sá drykkur Diesel. Hér er blandað saman Súrbjór og Jolly Cola. Góður drykkur!

KólumkilliNitro Stout 5%

Sumarlegur og heiðarlegur Nitro Stout frá honum Jóa bruggara

Margaríta

Margarita eldbökuð ítölsk pítza með ferskum mozzarella frá Mjólkursamlaginu og nýrri basiliku frá Laugamýri.

2000 kr.

Togaður grís

Togaður grís, heimareykt svínakjöt með hrásalati á súrdeigsbrauði. BBQ sósa fyrir þau sem vilja.

2000 kr.

Kjúklingavængir

Heitir og stökkir kjúklingavængir með gráðostasósu, fyrst reyktir svo djúpsteiktir.

2000 kr.

Vöfflupinni

Amerískur vöfflupinni með ýmsum ídýfum m.a. súkkulaði, ávöxtum og fleira.

500 kr.

Ær-borgari

Ær borgari með osti og hrásalati, sinnepi og majonesi

2500 kr.

Ær-pylsur

Grillaðar ær-pylsur með kartöflu salati, chimichurri og pikkluðum rauðlauk

2500 kr.

  • 15:00 Húsið opnar, brugghús kynna vörur sínar og mathús bjóða gómsætan mat til sölu.
  • 16:00 Kútarall í biskupagarðinum
  • 17:00 Happdrætti, meðal vinninga er gisting hjá ferðaþjónustunni á Hólum, bruggdagur á bjórsetrinu ofl. Allt glæsilegir vinningar
  • 18:30 Niðurstöður kosninga kynntar, besti básinn og besti bjórinn
  • 19:00 Dagskrárlok

Hátíð

Einn eftirmiðdag í júní raða bruggmeistarar sér upp í gamla leikfimisal hólaskóla og bjóða gestum að bragða afurðir sínar. Fyrir utan hafa heimamenn reist sölubása og selja mat sem enginn verður svikinn af. Búið er að tjalda yfir borð og bekki þar sem gestir njóta matar síns. Í biskupsgarðinum fer Kútarallið fram.

Aðgangur að hátíðarsvæðinu

Innifalið i miðaverði er glas merkt hátíðinni og aðgangur að hátíðarsvæðinu og básum brugghúsanna þar sem hægt er að fá áfyllingu á glasið á meðan á hátíðinni stendur. Miðar á hátíðina eru seldir við innganginn og á Tix.is.

Uppáhalds bjórinn?

Gestir eru hvattir til að ganga um svæðið, spjalla við bruggara og smakka afurðir þeirra. Síðan getur hver gestur notað sérstakan QR kóða sem prentaður er á aðgöngumiðann til að kjósa uppáhaldsbjórinn sinn. Í lok hátíðarinnar eru úrslitin kynnt og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Happdrætti

Margir glæsilegir vinningar eru í boði í happadrætti bjórhátíðarinna. Vafalaust er að eftirsóttasti vinningurinn er bruggdagur á Hólum þar sem vinningshafanum er boðið að heimsækja brugghúsi Bjórseturs Íslands á bruggdegi og aðstoða við framleiðsluna.

Kútarall

Miði veitir einnig þátttökurétt í kútahlaupi hátíðarinnar. Alvöru íþróttakeppni þar sem kraftur og snerpa, lipurð og tækni skipta mestu máli í æsilegri keppni. Í kútarallinu rúlla keppendur bjórkút eftir merktri braut á sem stystum tíma og nota til þess aðeins fæturna. Hver keppandi má keppa eins oft og hann treystir sér til. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki

Bjórsetur Íslands

Bómull
S - M - L - XL - XXL - XXXL -
3500kr.

Góðir bolir með áprentuðu merki Bjórseturs Íslands

Bjórsetur Íslands

Gler
200ml.
1000kr.

Bjórhátíðaglös fyrri ára til minja