Landnemabrugg
Þegar Ísland var numið komu norrænir menn með þekkingu til ölgerðar með sér. Þekkt er að byggð voru upp hituhús til bjórgerðar, t.d. á Hólum í Hjaltadal. Hér á landi hefur þekking og reynsla af fornbjórgerð dáið út, en hana má finna í Noregi. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annarsvegar að byggja upp aðstöðu til þess að brugga fornbjór, líkan þeim sem bruggaður var á landnámsöld (og er enn bruggaður í Noregi). Hinsvegar, að kynna slíkan bjór og gerð hans fyrir almenningi.
Bjórsetur Íslands er félagsskapur bjóráhugamanna með aðsetur á Hólum í Hjaltadal.
Bjórsetrið rekur bar í gömlu fjósi á Hólum í Hjaltadal, þar sem áður var íbúð vinnumanns. Búið er að breyta gamla mjólkurhúsinu í hituhús þar sem bruggaður er bjór.
Á Barnum er lögð áhersla á gott úrval af aðkeyptum bjór samanvið eigin framleiðslu.
Á Bjórsetrinu geta hópar fengið létta fræðslu um bjór, bjórgerð og bjórmenningu en rétt er að hafa í huga að öll vinna á vegum bjórsetursins er unnin í sjálfboðavinnu og ekki er alltaf víst að einhver sé laus til að sinna slíkum verkefnum. Hafið samband til að kanna möguleikana.
Öllu áhugafólki um bjór og bjórmenningu er velkomið að gerast félagar í Bjórsetri Íslands á Hólum í Hjaltadal. Bjórsetrið rekur bæði brugghús og bar auk þess sem setrið stendur fyrir árlegri Bjórhátið á Hólum. Meðlimir í klúbbnum fá sérkjör á barnum og sérstakan stuttermabol til marks um stöðu sína.
Árgjald í Bjórklúbbnum er 7000kr. fyrir fyrsta árið og 3500kr. á ári eftir það. Rukkun birtist í heimabanka einu sinni á ári. Ef árgjald er ekki greitt fellur aðildin að klúbbnum niður. Allt starf á vegum Bjórseturs Íslands er unnið í sjálfboðavinnu og rennur árgjaldið óskipt til reksturs setursins.
Til að ganga í klúbbinn skaltu smella á hnappinn og fylla út formið.
Eldri félagar athugið: Við erum að uppfæra félagaskrána og biðjum alla að skrá sig hér til að endurnýja skráninguna.
Skrá mig!